18.11.2009 | 23:04
Kata er fallin frá
Kata mín féll frá í gærmorgun. Hún varð fyrir kalkskorti miðjan ágúst þegar hvolparninr voru rúmlega 5 vikna gamlir. Við það skaðaðist lifur og nýru. Hún virtist hafa náð sér nokkuð vel og hélt áfram að sinna hvolpunum sínum og var hin sprækasta. En í október fór að halla undan fæti, hún fór að verða slöpp, þó daga munur á henni.
Kata var mjög skemmtileg á rjúpu og var ekkert alltof kát með að vera alltaf heima þegar ég fór á rjúpu þetta haustið, en það var mikið sport hjá henni að taka á móti okkur Coco þegar við komum heim af rjúpu. Þá var ekkert sem hét að vera lasin eða veikburða. Fyrir rúmlega viku þegar ég kom heim af rjúpu lagði ég rjúpnavestið með nokkrum rjúpum í, upp á frystikstu í bílskúrnum og fór út í bíl að sækja restina af dótinu mínu. Þegar ég var búinn að ganga frá dótinu mínu og tók ég eftir því að það var rjúpnafiður út um allt og rjúpnavestið komið á gólfið og Kata hvergi sjáanleg. Ég fór út að skima eftir henni og fann hana bakvið hús með rjúpu í kjaftinum og dillaði skottinu eins og hún ætti lífið að leysa, sú var kát þessi elska, það stóð ekkert í vegi hennar þegar það var bráð annars vegar.
Kata var einstök og frábær félagi!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Tenglar
Ræktendur tengt Kötu og Coco
Hundasíður
- Ljósavíkur Stormur og Trausti
- Jazztime Tiger
- Guðjón og Lísa
- Heiðar og Atlas
- Retrieverdeildin
- HRFÍ
- Fuglahundadeild
- Félag Enskra Seta á Íslandi
- Vorstehdeild
- Kolkuós Labrador
- Zeldu ræktun-Vorsteh Snögghærður Þýskur Bendir, topp lína
- Nesvargar-Snorri og Camo Bilaður gaur með klikkaða hunda á Snæfellsnesinu
- Kálfagerði
Verslun með hundavörur
- Bendir Skemmtileg verslun
- Hlað Flott skotveiðibúð með ýmislegt fyrir hunda
- Propac hundafóður Heimsent hundafóður
Mataræði og heilsa
- Birgitta Lind Mataræði, næring og heilsa
Athugasemdir
Hennar verður sárt saknað og þó ekki sé hægt að leggja mat á nám yngri hunda af eldri er ljóst að Kata bjó yfir reynslu sem var gaman að fylgjast með á æfingum og ekki að vita nema hún hefði getað miðlað því. Farin er ljúfur en vinnusamur og skipulagður félagi. sjá mynd af Kötu eftir síðasta veiðitúrinn á linknum hér að neðan. kv. Heiðar
http://atlas.123.is/album/default.aspx?aid=158779
Heiðar (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 23:04
Það er leitt Ingó. Samhryggist þér. Hundarnir þínir eru þér greinilega mjög mikið og gaman að hefur verið að fylgjast með síðan þú fékkst Fant þegar ég var með þér á mogga. Eru ekki um tíu ár síðan?
Kv, Axel
Axel Jón Birgisson (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 21:59
Leitt að heyra. Samhryggjumst ykkur.
Kv.
Guðrún og Ísak
og Ljósavíkur Tinna
Guðrún Björg Ragnarsdottir (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 16:25
úff hræðiegt að lesa þetta er einmitt heima með lítlu tíkin mína sem er 2 ára og var að eiga sína fyrstu hvolpa fyrir tveimur vikum. Hún fékk kalk í æð í dag og er mjög slöpp núna og undarleg. Hræðilegt að horfa uppá þessi grey þjást
Helga Finnsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.