Færsluflokkur: Bloggar
29.8.2014 | 23:07
Nínó er orðinn Íslenskur veiðimeistari
Nínó er búinn að standa sig mjög vel í veiðiprófum í sumar og náði þeim árangri að verða íslenskur veiðimeistari á veiðiprófi sem haldið var við Húsafell 11. júlí sl. þar vann hann 11 úrvalsflokks hunda með 1. einkunn. Nínó er nú kominn með átta 1. einkunnir í úrvalsflokki og þar af unnið flokkinn fimm sinnum. Hann er aðeins 3ja ára gamall og er einstakur karakter mjög fókuseraður í vinnu þrátt fyrir að lenda í mikilli truflun og áreiti, Mjög skynsamur, athugull og yfirvegaður sem fer með miklum krafti í sína sóknarvinnu, sannkallaður team player!
Nínó paraðist við ISFTCH Ljósavíkur Össu í vetur og hvolparnir fæddust 14. maí sl. það verður spennandi að fylgjast með hvolpunum undan þessum tveimur veiðimeisturum, þarna mætast topp amerískar og breskar veiðilínur og bakvið þessa hvolpa eru fimm íslenskir veiðimeistar.
Ljósavíkur Lotta náði þeim áfanga í sumar að klára veiðiprófs þáttinn sem þarf til að fá íslenska veiðimeistara titilinn aðeins 2ja ára gömul. Nú vantar hana sýningar árangurinn en það er að ná lágmarks einkunn í veiði- og vinnuhundaflokki sem er ekki alltaf auðvelt fyrir field trial hunda en vonandi tekst það á hunda sýningunni 7. september nk.
Bloggar | Breytt 1.9.2014 kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2014 | 22:38
ISFTCH Ljósavíkur Assa er stigahæsti hundur á veiðiprófum 2013
Jens Magnús og ISFTCH Ljósavíkur Assa voru heiðruð á laugardaginn 11. janúar fyrir stigahæsta retriever hund í veiðiprófum 2013 á vegum Retriever deildar HRFÍ. Assa tók við þessum eftirsóknaverða farandbikar af ISFTCH The Captain´s Ljósavíkur Coco sem var stigahæst 2012.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2013 | 12:59
Síðasta veiðipróf ársins 2013
Þá er síðasta veiðipróf ársins að baki og tók Nínó þátt í þeim öllum tólf, hann endaði veiðiprófsárið með 1. einkunn og besti hundur í úrvals flokki.
Það tóku fimm Ljósavíkur hundar þátt í prófinu sem var haldið á Draugatjörn 14. sept. það er prófað í þremur flokkum og voru Ljósavíkur hundar valdir bestir í þeim öllum. Stelpa var valinn best í byrjenda flokki, Neró í opnum flokki og Nínó í úrvals flokki.
Það er gaman að segja frá því að það tóku 13 Ljósavíkur hundar þátt í veiðiprófum í sumar þar af allir fimm hvolparnir undan Coco og Hróa fæddir í okt. 2011 og fjórir af þeim komnir í opna flokkinn það er ekki oft ef þá nokkurn tíman að heilt got skili sér í veiðipróf á Íslandi.
Ljósavíkur Assa náði þeim frábæra árangri á árinu að verða Íslenskur veiðimeistari og jafnframt stigahæsti veiðiprófshundur 2013.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2013 | 19:47
Villingavatns prófið
Ljósavíkur hundunum gekk virkilega vel í prófinu sem haldið var á Villingavatni 20. júlí sl. 17 hundar tóku þátt í prófinu og þar af 6 Ljósavíkur hundar og stóðu þeir sig allir með miklum sóma. Assa fékk sína þriðju 1. einkunn í úrvalsflokki og náði þar með þeim frábæra árangri að verða íslenskur veiðimeisari. (til að verða islenskur veiðimeistari þarf að fá þrjár 1. einkunnir í úrvalsflokki hjá þremur dómurum og þar af einum hjá erlendum dómara og lágmarks einkunn á sýningu). Nínó fékk 1. einkunn í úrvals flokki og var valinn besti hundur í flokknum. Lotta fékk 1. einkunn í opnum flokki og var valin besti hundur í flokknum. Stelpa fékk 2. einkunn í byrjenda flokki, Neró og Cuba fengu bæði 1. einkunn í byrjenda flokki en þau eru systkini Lottu .
Það er gaman að segja frá því að nú hafa öll afkvæmin undan Hróa og Coco fædd haustið 2011 tekið þáttt í veiðprófum með mjög góðum árangri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2013 | 09:43
Gott gengi á Tjarnhólaprófinu
Tveggja kvölda veiðiprófi við Tjarnhóla er lokið (14. og 15. maí) og stóðu Ljósavíkur hundar sig vel. Fyrra kvöldið var byrjenda og opinn flokkur og tóku þær Rösk og Kátína þátt og fengu báðar 1. einkunn og var Rösk valinn besti hundur í byrjendaflokki. Assa og Nínó tóku þátt í úrvalsflokki og fengu einnig 1. einkunn. Dómari var Sigurður Magnússon, fulltrúi HRFÍ var Sigurmon Hreinsson og prófstjóri Guðmundur A. Guðmundsson.
Nokkrar veiðiprófsmyndir í myndaalbúminu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2013 | 13:39
Búið að bólusetja alla hvolpana
Það er búið að bólusetja, örmerkja, ormahreinsa og heilsufarsskoða alla hvolpana og komu allir sem einn vel út úr því Þeir voru nokkuð slakir þó toppaði minni brúni rakkinn það, það þurfti að vekja hann í lokin þar sem hann svaf allan tíman í búrinu. Allir hvolpar komnir með gott heimili flestir fara til veiðimanna og 2 verða þjálfaðir sem björgunahundar.
Kjartan hjá propac tekur vel á móti ykkur og er með opið á morgun laugardaginn 4. maí 10-12 www.snati.is
Búinn að hafa samband við Ástu Dóru hjá Gallerí voff og skrá alla hvolpana á námskeið um miðjan júlí, best að hringja í hana og staðfesta ef þið ætlið á hvolpanámskeið: http://www.hundaskoli.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2013 | 10:38
Hvolparnir 7 vikna
Hvolparnir hafa fengið að leika sér úti annað slagið í góða veðrinu og þeim leiðist það ekki. Það eru komnar nýjar myndir inn í myndaalbúmið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2013 | 17:28
Nínó stóð sig vel á Akranesprófinu
Nínó náði sinni þriðju 1. einkunn á Akranes prófinu laugardaginn 27. apríl og er því kominn upp í úrvalsflokk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2013 | 18:47
Mikið fjör úti í garði
Það var gaman hjá hvolpunum í morgun úti í góða veðrinu, smellti mikið af myndum sem eru komnar í Myndaalbúmið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2013 | 10:52
Hvolparnir 6 vikna
Það gengur vel með hvolpana allir hressir og sprækir. Coco dugleg að aga þáog stendur sig vel í móðurhlutverkinu. Það eru komnar nýjar myndir í myndaalbúmið
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Pabbi hvolpana er Ljósavíkur Hrói eins og úr síðasta goti, hvolparnir undan þeim lofa mjög góðu.
Þetta er mjög spennadi got þar sem Kata of Black Forest, mamma Hróa, kemur aftur inn í ræktunina.
Á bak við þetta got eru þrír íslenskir veiðimeistarar og fjöldinn allur af amerískum og breskum veiðimeisturum.
Á bakvið Kötu er er mjög sterk field trial og pointing labrador lína. Pabbi Hróa er ISFTCH Kolkuós Dr. Finnur og kemur úr mjög sterkri breskri field trial línu. Hrói hefur tekið þátt í veiðiðrófum ásamt þremur gotsystrum sínum sem eru Assa, Dimma og Tinna og hefur þeim gengið mjög vel.
ISFTCH The Captains Lósavíkur Coco WC kemur úr topp amerískri field trial línu þar sem national field trial champion (NFC) eða national amateur field champion (NAFC) er í hverjum ættliði langt aftur í ættir, NFC og NAFC hundar er þeir hundar sem vinna stærsta field trial mót í Ameríku þar sem yfir 100 bestu field trial titlaðir hundar keppa um titilinn einu sinni á ári.
Stigahæsti hundur deildarinnar á veiðiprófum ársins 2012 er ISFTCH The Captain´s Ljósavíkur Coco með 73 stig. Það er gaman að geta þess að með þessum árangri náði hún að jafna met stigahæsta hunds deildarinnar frá upphafi veiðiprófa, en það var ISFTCH Drakeshead Falcon sem náði þeim árangri 1999 og er hann afi Hróa.
Svartir og brúnir hvolpar, nánari upplýsingar í síma 824-4184 og pointinglab@internet.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Tenglar
Ræktendur tengt Kötu og Coco
Hundasíður
- Ljósavíkur Stormur og Trausti
- Jazztime Tiger
- Guðjón og Lísa
- Heiðar og Atlas
- Retrieverdeildin
- HRFÍ
- Fuglahundadeild
- Félag Enskra Seta á Íslandi
- Vorstehdeild
- Kolkuós Labrador
- Zeldu ræktun-Vorsteh Snögghærður Þýskur Bendir, topp lína
- Nesvargar-Snorri og Camo Bilaður gaur með klikkaða hunda á Snæfellsnesinu
- Kálfagerði
Verslun með hundavörur
- Bendir Skemmtileg verslun
- Hlað Flott skotveiðibúð með ýmislegt fyrir hunda
- Propac hundafóður Heimsent hundafóður
Mataræði og heilsa
- Birgitta Lind Mataræði, næring og heilsa